Kántríbylgjan, sexismi í danska tónlistarbransanum, kjöt og líkamar
Manage episode 449952291 series 1314124
Вміст надано RÚV. Весь вміст подкастів, включаючи епізоди, графіку та описи подкастів, завантажується та надається безпосередньо компанією RÚV або його партнером по платформі подкастів. Якщо ви вважаєте, що хтось використовує ваш захищений авторським правом твір без вашого дозволу, ви можете виконати процедуру, описану тут https://uk.player.fm/legal.
Fyrr í júní hóf göngu sína í danska ríkissjónvarpinu, DR, heimildaþáttaröð sem nefnist Sexisme i musikbranchen, sexismi í tónlistarbransanum. Þættirnir gera grein fyrir þeim mikla kynjahalla sem ríkt hefur í dönsku tónlistarlífi um árabil, með vísan til rannsóknar á stöðu kvenna í geiranum sem birt var 2022. En auk þess að greina frá sláandi tölfræði, er í þáttunum rætt við ýmsa sérfræðinga og fjöldan allan af dönskum tónlistarkonum sem segja frá reynslu sinni úr bransanum. Við hringjum til Kaupmannahafnar til að reyna að átta okkur betur á umtalinu sem þættirnir hafa vakið upp á síðkastið. Sævar Andri Sigurðarson, tónlistarmaður og pistlahöfundur Lestarinnar, veltir fyrir sér yfirstandandi kántrí-tískubylgju. Jonathan Zenti er ítalskur og starfar við hlaðvarpsþáttagerð. Lóa hitti hann á Audio Storytelling Festival í Róm í vor og ræddi við hann um þættina Meat, frá árinu 2018. Þættirnir fjalla um líkama, hver á þá, sambönd okkar við okkar eigin líkama og líkama annarra. Lagalisti: Astrid Sonne - Do you wanna Mija Milovic - CPH ML Buch - Teen (af Fleshy EP 2017) Post Malone, Blake Shelton - Pour Me A Drink Shaboozey – A Bar Song Eagles – Take It Easy Bob Dylan, Johnny Cash – Girl from the North Country Lil Nas X – Old Town Road Beyoncé - Texas Hold’em
…
continue reading
247 епізодів