Popp og pólitík Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
…
continue reading
Við höldum áfram að ræða tónlist sem er smíðuð með skapandi spunagreind. Nú lítum við út fyrir landssteinana og skoðum dæmi gervigreindartónlist sem hefur náð inn á vinsældalista í nokkrum löndum, t.d. í Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. Við pælum líka í því hvort tónlist geti orðið að samskiptaaðferð, ekki einstaklings við hóp hlustenda, heldur bara …
…
continue reading
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram í miðborg Reykjavíkur um helgina. Davíð Roach Gunnarsson var útsendari Lestarinnar á hátíðinni. Hann fer yfir allt það besta í þætti dagsins.Hefurðu einhvern tímann heyrt að allt sem þú setur á internetið muni verða þar að eilífu? Sigríður Þóra Flygenring veltir fyrir sér netinu og tímanum.Kristján og Lóa …
…
continue reading
Kvikmyndin The Apprentice sem fjallar um mótunarár verðandi bandaríkjaforseta Donalds Trump er sýnd í bíóhúsum þessa dagana. Trump sjálfur hefur fordæmt myndina og segir hana vera pólitíska árás á sig. Kolbeinn Rastrick rýnir í Lærlinginn.Í september hélt vöruhönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson til Kyoto til að fara á námskeið í hefðbundinni japansk…
…
continue reading
Við erum í beinni frá Smekkleysu á fyrsta degi Airwaves.
…
continue reading
Í þætti dagsins er aðeins eitt mál á dagskrá: Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fóru fram í gær.Við fengum sendar dagbókarfærslur sjö íslendinga í Ameríku dagana 4-6. nóvember. Þau eru staðsett í Arizona, Kaliforníu, Minnesota, Maryland, Conneticut, Flórída og Vermont.
…
continue reading
Hvað er mennsk sköpun? Hvert er gildi listar og listamanna í samtímanum, þegar gervigreind verður sífellt betri í að herma á sannfærandi hátt eftir mennskri list?Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við háskólann í Sussex, er eini farþegi Lestarinnar í dag. Við tökum upp þráðinn frá því í síðu…
…
continue reading
Lóa hefur lifað tvo mánuði án snjallsíma eftir að iPhone-inn hennar týndist. Hún gefur hlustendum skýrslu: einræði messenger á Íslandi, einbeitingar-forrit, og nígerískar fréttir koma meðal annars við sögu.Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram um helgina. Í aðdraganda hátiðarinnar fer fram svokölluð bransaveisla í tónlistarmiðstöðinni við Aust…
…
continue reading
Nýlega upphófust heitar umræður á facebook-síðunni Nýleg íslensk tónlist um eðli listar og tengsl hennar við tækni eftir að tónlistarmaður að nafni Meistari F deildi tónlist á síðunni. Samkvæmt Spotify aðgangi Meistara F hefur hann gefið út 6 plötur á árinu, en sú nýjasta nefnist Suno Íslensk meistaraverk 1 og inniheldur 44 lög. Vísbendingin er í n…
…
continue reading
Haukur Már Helgason rithöfundur og heimspekingur fylgdist með heimsókn Volodomirs Zelensky til Íslands í gær. Og hann spilar nokkuð hlutverk í fjórða innslaginu í pistlaröð hans um upplýsingaóreiðu. Haukur fjallar um samstöðu, ofureinfaldanir og óskilvirknina sem felst í lýðræðinu - eða upplýsingaóreiðu. Við heimsækjum kennslustund í íslensku sem a…
…
continue reading
Við rýnum í orð Bjarna Benediktssonar sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Ein pæling í síðustu viku. Haft var ranglega eftir honum á Vísi að hann hefði varað við blöndun kynþátta. Það gerði hann ekki og fréttin var lagfærð. En hver voru skilaboð forsætisráðherra í þættinum? Við veltum fyrir okkur muninum á því að vara við blöndun menningarheima …
…
continue reading
Á föstudagskvöld fylltist Eldborg af ungmennum í víðum buxum með snjallsímana sína á lofti. Sænski rapparinn Yung Lean faldi sig á miðju sviðinu í ljósadýrð og stórri úlpu og flutti sína helstu slagara. Við tökum púlsinn á gestum og gangandi.“bro ég ELSKA þennan account svo mikið😤 ég er actually að læra meira um ísland 🫶” Þannig hljómar ein athugas…
…
continue reading
Yung Lean er sænskur tónlistarmaður sem er fæddur árið 1996, hann sló í gegn fyrir áratug síðan, varð heimsfrægur aðeins 17 ára gamall. Miðar á tónleika hans í Eldborg í Hörpu, sem fara fram á morgun, seldust upp á þremur dögum. Egill Ástráðsson, er aðdáandi Yung Lean, og einn þeirra sem standa að því að flytja hann inn til landsins, við ræðum áhri…
…
continue reading
Það fer bráðum að verða komið ár síðan að Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu. Fyrir rétt tæpu ári síðan höfðum samband við fjóra íbúa bæjarins og fengum þau til þess að taka reglulega upp hljóðdagbækur á símana sína. Þau deildu hversdagsleikanum sínum, hugsunum sínum og áhyggjum á óvissutímum. Við klipptum það svo saman og fluttum í Lesti…
…
continue reading
Undanfarna mánuði hefur bandaríski tónlistarmaðurinn og útgefandinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verið reglulega í fréttum. Ástæðan eru holskefla hryllilegra ásakana um ofbeldi, kynferðisofbeldi, kúganir - ákærur fyrir mansal og skipulagða glæpastarfsemi. En þrátt fyrir ásakanirnar hafa hlustunartölur Diddy á streymisveitum r…
…
continue reading
Kvikmyndin Missir fjallar um mann á efri árum sem er nýlega orðinn ekkill. Hann ákveður að drekka ösku látinnar eiginkonu sinnar. Þegar hann drekkur úr bollanum, birtist hún honum. Við ræðum við leikstjóra myndarinnar, Ara Alexander Ergis Magnússon, sem byggði handrit myndarinnar á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar, sem kom út 2010. Birgitta Björg…
…
continue reading
Karitas M. Bjarkadóttir, umsjónarmaður Krakkaheimskviða, var harmi slegin þegar hún fékk fregnir af því að Liam Payne, meðlimur bresku strákahljómsveitarinnar OneDirection, væri látinn. Sveitin, sem lagði upp laupana árið 2016, er ein af söluhæstu hljómsveitum í heimi, og á sér enn marga, trygga aðdáendur. Fréttir bárust af því í gærkvöldi að Liam …
…
continue reading
Haukur Már Helgason flytur sinn þriðja pistil um upplýsingaóreiðu, að þessu sinni fær hann aðstoð frá gervigreindarspjallmenni.Við kíkjum niður í Norræna húsið þar sem stendur yfir sýningin Open house, sem er hluti af grísk-íslensku listahátíðinni Head-2-Head. Í norræna húsinu eru sýnd verk tveggja grískra listamanna og þriggja íslenskra. Meðal ann…
…
continue reading
Ólöf B. Torfadóttir frumsýndi aðra kvikmynd sína á dögunum, grínmyndina Topp 10 Möst. Í aðalhlutverkum eru Tanja Björk og Helga Braga, sem leika strokufanga og gjaldþrota myndlistakonu. Við heimsækjum Ólöfu upp á Akranes.Í september gáfu tveir breskir danstónlistarmenn af svipaðri kynslóð út langþráðar plötur, Jamie XX og Fred again.. Davíð Roach G…
…
continue reading
Netþrjótar frá Norður Makedóníu svíkja peninga frá stuðningsfólki Donald Trump. Nýnasistar svíkja fé út úr transfólki með því að þykjast selja þeim hormónalyf. Rússneskar gervifréttasíður básúna lygum til að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Vefsíður allra þessara hópa eru hýstar á sama stað, á skrifstofu fyrirtækisins Withheld for P…
…
continue reading
Á miðvikudag verður frumsýnd ný heimildarmynd um graffitímenningu Reykjavíkur, Göngin. Björgvin Sigurðarson og Hallur Örn Árnason hafa unnið að myndinni í rúman áratug og veitir hún innsýn í upphafsár íslenskrar graffitímenningar. Við höldum niður í göngin undir Miklubraut og veltum fyrir okkur graffití sem er á sama tíma listræn tjáning og uppreis…
…
continue reading
Ef hlustendur Lestarinnar eiga leið hjá finnsku borginni Turku þá standa nú yfir sýningar í sænska leikhúsinu þar í borg, Åbo Svenska Theater, á verkinu Förlorana, Tapararnir, eftir Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur. Verkið er útskriftarverkefni Hallveigar úr meistaranámi í leikstjórn frá leikhúsakademíunni í Helsinki. Verkið hefur hlotið þó nokkra u…
…
continue reading
Vera Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona, getur ekki hætt að tala um kvikmyndina Elskling eftir Lilju Ingólfsdóttur. Af hverju er þetta fólk í sæta húsinu í Noregi ekki bara hamingjusamt? Lóa og Vera ræða hjónabandserjur og heterónormatífu í þætti dagsins.Við hringjum til Dubai og ræðum við Indriða Grétarsson, Didda, sem hefur verið búsettur í borginn…
…
continue reading
Menningarwitinn hefur sett sér það markmið að sækja einn menningarviðburð á hverjum degi, og sýnir frá því á Instagram. En hvers vegna? Við förum á menningarviðburð með Hafliða Ingasyni, menningarvita.Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, horfði á þætti sem hafa verið kallaðir norska útgáfan af Succession. Fjölskyldudrama, milljarð…
…
continue reading
Er hægt að búa til stuttmynd á 24 klukkustundum? Á laugardaginn mun hópurinn Dægurflugur halda stuttmyndahátíð í Bíó Paradís, þar sem allar stuttmyndirnar verða búnar til á sólarhring. Næst vinsælasti YouTube aðgangur í heimi, á eftir Mr. Beast, er indverska jölmiðlafyrirtækið T series. Við heyrum sögu manns sem byrjaði sem götusali en endaði sem s…
…
continue reading
Af hverju eru allir að deila hlekkjum í efstu athugasemd á Facebook? Við pælum í Meta-algóryþmanum, ritskoðun á færslum tengdum Palestínu og fleiri samfélagsmiðlamálum með Sigurði Svanssyni.Haukur Már Helgason, rithöfundur, heldur áfram að pæla í hugtakinu upplýsingaóreiða. Kvikmyndirnar No Other Land, Temporary Shelter og Grand Tour verða teknar f…
…
continue reading
Mukbang er vinsælt internetfyrirbæri þar sem áhrifavaldar sitja fyrir framan myndavél og borða gríðarlegt magn af mat, háma, gúffa í sig. Þórdís Nadía Semichat segir frá þessari furðulegu suður-kóreska netmenningu.Í síðustu viku fór fram fyrirtaka í máli Samherja gegn myndlistarmanninum Odee í Bretlandi. Hann sendi út afsökunarbeiðni í nafni og með…
…
continue reading
Gunnar Theódór Eggertsson segir okkur frá þremur myndum sem hann er búinn að sjá á RIFF, og hvernig honum finnst hátíðin hingað til. Við ræðum meistaraspjall með Natösju Kinski og fleira sem hefur verið áhugavert á hátíðinni. Fredric Jameson, bókmenntafræðingur og heimspekingur, lést núna í september. Hann er þekktastur fyrir kenningar sínar um pós…
…
continue reading
Lestin í dag er tileinkuð alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í dag. Hin Úkraínska Anastasiia Bortuali þurfti að hætta í kvikmyndanámi í Pétursborg þegar innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Fyrir tilviljun endaði hún sem flóttamaður á Íslandi. Hún byrjaði að skrásetja líf fólksins í kringum sig á Ásbrú á snjallsímann sinn og nú f…
…
continue reading
Við ræðum við félagsfræðiprófessor um stéttir, og veltum því fyrir okkur hvernig sé hægt að komast að því hvaða stétt maður tilheyrir. Ef maður upplifir sig í millistétt, er maður þá ekki í millistétt? Tilefnið er fyrirlestur á vegum RIKK, en fyrirlestrarröðin er tileinkuð stéttarhugtakinu í haust.Datsía Duster er einhver vinsælasti bíll á Íslandi,…
…
continue reading
Margrét Unnur lærði að leita uppi gersemar á nytjamörkuðum í Berlín. Nú hefur hún opnað vefverslunina Brot, þar sem hún selur merkjavörur sem hún hefur sjálf fundið í búðum eða á netinu. Við ræðum tísku og flíkur með sál.Við hringjum til Prag og forvitnumst um tékkneskt bíó, tónlist og skemmtanalíf. Nikulás Tumi Hlynsdóttir nemi í kvikmyndagerð við…
…
continue reading
Um helgina kemur út önnur breiðskífa hinnar áhrifamiklu skosku tónlistarkonu, Sophie. Hún var komin langleiðina með plötuna þegar hún lést af slysförum við heimili sitt í Aþenu í byrjun árs 2021. Sophie var einhver framsæknasti hljóðsmiður popptónlistarheimsins og íkon í transheiminum. Við veltum fyrir okkur áhrifum og framhaldslífi Sophie í tilefn…
…
continue reading
Undanfarnar vikur hafa hörmulegar fréttir dunið á Íslendingum og tilfinning margra virðist vera að óhamingja sé að aukast í samfélaginu, aftenging, kvíði, þunglyndi, einmanaleiki, ofbeldi. Við setningu Alþingis í síðustu viku settu fjölmargir þingmenn og forseti Íslands þetta í samhengi við snjallsímanotkun. Snjallsíminn er nýr djöfull sem allir ge…
…
continue reading
Undir lok síðasta mánaðar fengu allir unglingar næntísins sameiginlega raðfullnægingu þegar tilkynnt var að þekktustu villingar tjallapoppsins, Oasis, ætluðu að koma aftur saman á nokkrum tónleikum á Bretlandseyjum næsta sumar. Milljónir næntísunglinga hrúguðust inn á vefsíðu miðasölurisans Ticketmaster snemma morguns þann 31. Ágúst og vonuðust til…
…
continue reading
Sænska bókin Þessir djöfulsins karlar í þýðingu Þórdísar Gísladóttur kom út hjá Benedikt bókaútgáfu snemma í september. Djöfulsins karlar er uppgjör við brösulegt uppeldi í boði 68-kynslóðarinnar og sannsöguleg uppvaxtarsaga þar sem skáldað er í eyðurnar.Sjónvarpsþættirnir Shogun voru sigursælir á Emmy-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Shogun er 10 þá…
…
continue reading
Seint í gærkvöldi var Yazan Tamimi, 11 ára palestínskur drengur með taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, sóttur á Landspítalann, af lögreglunni, sem hafði fyrirmæli um að senda hann ásamt foreldrum sínum úr landi. Á þriðja tug manns fór á Keflavíkurflugvöll til þess að mótmæla og reyna að koma í veg fyrir að Yazan færi með fluginu. Svo fór að Yazan v…
…
continue reading
Ný landfylling í Þorlákshöfn ógnar bestu og vinsælustu brimbrettaöldu landsins. Í bæjarfélaginu takast á ólíkir hagsmunir - iðnaður, náttúra, peningar - og hópur sörfara hefur fundið sig knúinn til að láta í sér heyra. Við sláumst í för með brimbrettaköppum sem vilja vernda ölduna í Þorlákshöfn.
…
continue reading
Kvikmyndin Ljósvíkingar fjallar um tvo gamla vini sem reka veitingastað á vestfjörðum, en það reynir á samstarfið og vinskapinn þegar annar þeirra kemur út úr skápnum sem transkona. Þetta er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin sem skartar transkonu í aðalhlutverki. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina, og við heyrum brot úr viðtali við leikstjórann Snæv…
…
continue reading
Um helgina voru 25 ár frá því að platan 69 Love Songs með hljómsveitinni The Magnetic Fields kom út, 7. September 1999. Platan öðlaðist költstöðu á því augnabliki sem hún kom út, brjálæðislegt verkefni sem gengur fullkomlega upp. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er að fara að frumsýna nýtt leikrit á fimmtudaginn í Kassanum. Taktu flugið, beibí er byggt…
…
continue reading
Hvað er að gerast í grískri menningu? Hvaða tónlist eru Grikkir að dansa við, hvaða bækur eru þeir að lesa, og hvað finnst þeim um nýjustu bíómyndina frá Yorgos Lanthimos? Við hringjum í Auði Ýr Sigurðardóttur sem er í Þessaloniki í norður Grikklandi og forvitnumst um gríska dægurmenningu.Við förum og hittum bókaklúbbinn Bók í dós, sem var að enda …
…
continue reading
Haustlægðirnar eru farnar að níðast á landanum og Davíð Roach Gunnarsson ætlar að kveðja með pistli um tónlistarsumarið, um nostalgíu og nýjabrum, tónlistarhátíðir og dekurrófur. Charli xcx, tónleikastaðurinn Kex og Rottweiler hundar koma við sögu.Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot, nýja kvikmynd Rúnars Rúnarssonar og svo heyrum við viðtal við R…
…
continue reading
Árið 1999 ákvað eitt þekktasta leikskáld heims, svíinn Lars Norén, að búa til leikrit í samstarfi við þrjá fanga sem afplánuðu langa dóma í öryggisfangelsi - þar af tvo nýnasista. Leikritið 7:3 vakti mikla athygli og umtal en ferlið endaði með tveimur morðum. Þessu verkefni eru gerð skil í nýrri leikinni þáttaröð, Sársaukapunktur, Smärtpunk. Við ræ…
…
continue reading
Þeir eru eflaust fáir sem hugsa um okkar kalda sker í Norður-Atlantshafi þegar þeir heyra afróbeats-tónlist - en héðan sprettur þó slík tónlist. Nonykingz er rúmlega þrítugur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Nígeríu en búsettur hér undanfarin 8 ár. Frá 2016 hefur hann sent frá sér fjölda laga um ástina, kynlíf og partý. Við ræðum við Nonykingz …
…
continue reading
Fyrir helgi tilkynnti Reykjavíkurborg að til stæði að gera endurbætur á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fyrir 33 milljónir króna. Súlan var tendruð árið 2007 á fæðingardegi Johns Lennon, 9. Október. Í kjölfarið sköpuðust umræður um súluna, er hún mikilvæg áminning um friðarboðskapinn eða pirrandi ljósmengun?Í sumar kom út önnur sería af sjónvarpsþáttun…
…
continue reading
Þátturinn í dag er í höndum meðlima í stjórn Átaks, sem er félag fólks með þroskahömlun. Við skyggnumst inn í störf töframannsins, ræðum leiklist og tækifæri við Fúsa úr samnefndri leiksýningu, veltum fyrir okkur foreldramissi og pælum svo í EM í fótbolta.Viðmælendur: Lárus Blöndal Guðjónsson Sigfús Sveinbjörn SvanbergssonJóhann Páll Ástvaldsson Um…
…
continue reading
Á morgun verður síðasti þáttur Lestarinnar fyrir sumarfrí. Til að loka önninni fengum við dagskrárgerðarfólk með okkur í lið sem eru stjórnarmeðlimir í Átaki, félags fólks með þroskahömlun. Dagskrá Lestarinnar á morgun verður því fjölbreytt, Atli Már Haraldsson segir okkur frá því. Við ætlum að rifja upp atburði á Ísafirði frá því síðasta sumar. Þá…
…
continue reading
Fyrr í júní hóf göngu sína í danska ríkissjónvarpinu, DR, heimildaþáttaröð sem nefnist Sexisme i musikbranchen, sexismi í tónlistarbransanum. Þættirnir gera grein fyrir þeim mikla kynjahalla sem ríkt hefur í dönsku tónlistarlífi um árabil, með vísan til rannsóknar á stöðu kvenna í geiranum sem birt var 2022. En auk þess að greina frá sláandi tölfræ…
…
continue reading
Við bryjum þáttinn í félagsíbúð í Þrándheimi. Ole Martin Hafsmo vann til verðlauna fyrir hlaðvarpsþættina Skitbyen sem hann gerði fyrir NRK síðastliðið vor. Lóa hitti hann á útvarpsráðstefnu í Róm í vor og ræddi við hann um þættina sem segja sögu móður hans sem býr í Skítabæ.Fjóla Gerður er nemi við Menntaskólan í Hamrahlíð. Hún hefur áhuga á heims…
…
continue reading
Trygvi Danielsen er frá Þórshöfn í Færeyjum. Hann fæst við list á mjög breiðum grunni, hann er skáld, kvikmyndagerðarmaður, tónlistarmaður og nemur nú færeyskar bókmenntir við háskólann í Færeyjum. Við hittum Trygva á Stúdentakjallaranum í hádeginu, en þar sýndi hann nýja stuttmynd eftir sjálfan sig og framdi ljóðagjörning. Brynja Hjálmsdóttir, sjó…
…
continue reading
Við byrjum Lestina í dag á naflaskoðun. Við veltum fyrir okkur hlutverki Ríkisútvarpsins og Rásar 1 út frá grein sagnfræðingsins Láru Magnúsardóttur, sem birtist í Skírni á dögunum.Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í nýjustu kvikmynd leikstjórans Ira Sachs, Passages, sem hefur verið í sýningu í Bíó Paradís nýverið.Þöglar by…
…
continue reading
Myndlistakonan Guðrún Benedikta Elíasdóttir er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Á jóladag árið 1976 fór hún með fjölskyldunni sinni upp á jökul í skoðunnarferð og féll ásamt móður sinni í sprungu. Hún er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á myndlistasýningunni nr. 5 Umhverfing á suðausturhorni Íslands. Verkin á sýningunni standa frá Lómagn…
…
continue reading