The Cure, Do they know it´s christmas, Þorsteinn Eggertsson og Magnús Eiríksson
Manage episode 459428367 series 1315174
Вміст надано RÚV. Весь вміст подкастів, включаючи епізоди, графіку та описи подкастів, завантажується та надається безпосередньо компанією RÚV або його партнером по платформі подкастів. Якщо ви вважаєте, що хтось використовує ваш захищений авторським правом твір без вашого дозволу, ви можете виконати процедуру, описану тут https://uk.player.fm/legal.
***Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og tveir heiðursmenn sem heiðraðir voru í dag koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar. Annars vegar textaskáldið Þorsteinn Eggertsson sem hlaut Heiðursmerki Stefs í dag en hann á um það bil 500 texta hjá Stefi. Þorsteinn samdi texta eins og Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Slappaðu af, Er hann birtist, Himinn og jörð, Heim í Búðardal, Söngur um lífið, og jólatexta eins og Hátíðarskap, Fyrir jól, og Þorláksmessukvöld. ***Magnús Eiríksson var sæmdur þakkarorðu íslenskrar tónlistar í dag fyrstur manna og hann kemur við sögu í þættinum. ***Enska hljómsveitin The Cure var að senda frá sér plötuna Songs of a lost world sem er fyrst aplata hljómsveitarinnar í heil 16 ár. Þetta eru stórtíðindi þar sem héldu að það kæmi aldrei plata frá hljómsveitinni meir. Hún gerði sér lítið fyrir og smellti sér í toppsæti vinsældalistanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir Biggi og Palli úr Maus, Birgir Örn Steinarsson og Dr. Páll Ragnar Pálsson koma í heimsókn og tala um Cure og nýju plötuna sem hefur verið að fá aldeilis frábæra dóma. ***Og svo er það lagið Do they know it´s christmas sem fyrst var gefið út fyrir 40 árum til styktar hungruðum heimi, fólki í Eþíópíu sem var að deyja úr hungri á sjónvarpsskjáum vesturlandabúa. Það var að koma út ný útgáfa laf laginu þar sem nouð eru brot úr upphaflega útgáfunni frá 1984 – en líka útgáfunum sem komu út á 20 og 30 ára afmælinu. Thom Yorke spilar á píanó, Paul McCartney á bassa og Roger Taylor úr Queen á trommur- og svo syngja t.d. Bono, Dido, Ed Sheeran, Paul Weller, Simon le Bon, Sinéad O´Connor, Chris Martin, Seal og svo framvegis. Lagið sömdu þeir Bob Geldof og Midge Ure úr Ultravox sem hefur t.d. staðið á sviði með Todmobile í Hörpu. Sitt sýnist hverjum um ágæti lagsins og framtaksins. Við skoðum þetta aðeins í þættinum.
…
continue reading
143 епізодів